Stórleikur á Ásvöllum Fimmtudaginn 10.Júlí klukkan 20.

Haukar

Haukar taka á móti ÍA á Ásvöllum á fimmtudag og hefst leikurinn kl. 20.00.

Strákarnir okkar sigruðu Selfoss á útivelli í síðustu umferð þar sem Hilmar Rafn og Matti Guðmunds. skoruðu mörkin. Okkar menn voru sterkari í leiknum og sýndu flotta spilamennsku.

Strákarnir eru staðráðnir að fylgja eftir þessum góða sigri en stuðningur okkar Hauka-fólks er gríðarlega mikilvægur, sérstaklega þar sem búast má við fjölmenni ofan af Skaga.

Haukar eru nú í 6. sæti deildarinnar með 14 stig en Skaginn, sem er í öðru sæti með 18 stig, tapaði fyrir KV í síðustu umferð á heimavelli 0 – 1.

Miðað við stöðuna í deildinni núna má búast við mikilli spennu fram í síðustu umferð.  Okkar menn hafa verið á góðu skriði í síðustu leikjum, fyrir utan smá skell gegn KA, og þurfa stuðning alls Hauka-fólks.

Fjölmennum á Ásvelli á fimmtudag – Áfram Haukar!