Á laugardaginn fer fram leikur Hauka og Stjörnunnar í undanúrslitum Eimskipsbikars kvenna. Leikurinn fer fram á Ásvöllum og ætlum við að hefja niðurtalningu hér á www.haukar.is. Leikurinn fer eins og áður segir fram á laugardaginn og hefst stundvíslega klukkan 16:00.
Við munum í dag, á morgun og á laugardaginn birta viðtöl við leikmenn Haukaliðsins og kanna stöðuna á þeim.
Fyrst munum við hins vegar birta nokkra punkta um liðin:
- Liðin hafa leikið fjóra leiki og staðan í þeim jöfn 2 – 2. Ef litið er á markahlutfall standa Haukastelpur betur, 110 – 107.
- Fyrsti leikur liðanna fór fram á Ásvöllum þar sem Stjarnan hafði betur, 29 – 26.
- Annar leikur liðanna fór fram í Mýrinni þar sem Haukastelpur sigruðu, 27 – 23.
- Þriðji leikurinn var svo í Laugardalshöll 28. desember og sigraði Stjarnan að nýju, 28 – 27.
- Fjórði leikurinn fór fram síðastliðinn laugardag en þá sigruðu Haukastelpur, 30 – 27, og komust í efsta sæti N1 deild kvenna.
- Haukar eru í efsta sæti N1 deildar kvenna með 29 stig.
- Stjarnan er í öðru sæti N1 deildar kvenna með 28 stig.
- Haukar hafa skorað 494 mörk í N1 deild kvenna.
- Stjarnan hefur skorað 453 mörk í N1 deild kvenna.
- Markahæst í liði Hauka er Hanna Guðrún Stefánsdóttir með 157 mörk, næst kemur Ramune Pekarskyte með 123 mörk.
- Markahæst í liði Stjörnunnar er Alina Petrache með 111 mörk, næst kemur Sólveig Lára Kjærnested með 64 mörk.
- Bryndís Jónsdóttir og Heiða Ingólfsdóttir hafa varið 201 skot í marki Hauka í vetur
- Florentina Staciu og Sólveig Björg Ásmundsdóttir hafa varið 164 skot í marki Stjörnunnar í vetur.
- Haukar hafa tapað einum leik í vetur og það var gegn Stjörnunni í fyrstu umferð deildarinnar.
- Stjarnan hefur tapað tveimur leikjum í vetur og voru þeir báðir gegn Haukum.