Stórleikur á Ásvöllum á fimmtudaginn, Haukar – FH

HaukarÁ fimmtudaginn næstkomandi 5.febrúar, taka Haukar, topplið N1-deildar karla á móti liðinu í 3.-4. sæti deildarinnar, FH í sannkölluðum stórleik að Ásvöllum. Leikurinn hefst klukkan 19:30 en húsið opnar klukkutíma fyrr eða klukkan 18:30.

Óhætt er að fullyrða að leikurinn muni bjóða upp á allt það besta í íslenskum handknattleik: hraða, spennu og dramatík. Miðasala á leikinn hefst með forsölu á Ásvöllum á miðvikudaginn en miðaverð er 1000kr. fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir yngri en 16 ára. Einnig mun vera miðasala í Flensborgarskólanum á miðvikudaginn en þar er hægt að kaupa miðann á 700 krónur, en miðasalan í Flensborg verður einungis á miðvikudaginn í hádeginu.

Við hvetjum alla iðkendur til að fjölmenna á leikinn, taka mömmu, pabba, afa, ömmu með og að sjálfsögðu í Haukalitunum. Boðið verður upp á andslitsmálning, tónlist og upphitunarleik 7.flokks karla fyrir leik sem og í hálfleik verður sláarleikurinn svokallaði og vítakeppni. Og að sjálfsögðu verða glæsileg verðlaun í boði.

Barnahornið verður á sínum stað enda um alvöru fjölskylduskemmtun að ræða.

Eins og fyrr segir verður forsala í Flensborgarskólanum á miðvikudaginn en þar munu einnig takast á í alskins leikjum, í hádeginu sama dag landsliðsmenn beggja liða, þeir Sigurbergur Sveinsson og Aron Pálmarsson, til að kveikja aðeins í unglingum bæjarins. En til gamans má geta þá fóru Haukar með sigur úr bítum í þessari viðureign fyrir leik Hauka og FH í deildinni fyrir áramót.

Allir á völlinn – Áfram Haukar.

(Fyrir þá sem ekki komast á leikinn, þá mun hann að öllum líkindum vera í beinni textalýsingu hér á Haukar.is, en það verður tilkynnt síðar)