Stóri leikurinn er á morgun, hvað segja leikmennirnir?

Úlfar Hrafn skoraði fyrsta mark Hauka í Pepsi-deildinni gegn KRLeikurinn sem allir hafa beðið eftir, Haukar – FH á Vodafone-vellinum er á morgun, sunnudag klukkan 20:00.

Í tilefni þess heyrðum við aðeins í nokkrum leikmönnum og spurðum þá bæði út í fyrstu viðbrögð eftir KR-leikinn sem og FH leikinn að sjálfsögðu.

Við gefum leikmönnunum fimm orðið;

Úlfar Hrafn Pálsson:

,,Geðveik viðbrögð að sjá Hauka stuðningsmennina öskra og sjá KR-stuðningsmennina labba burt í fýlu. Ég held að það séu allir komnir á jörðina nema Pétur Ásbjörn hann er kominn úr geimnum og kominn í skýin hann verður kominn á jörðina fyrir FH leikinn.“

,,Það má búast við barráttu frá byrjun til enda, ég meina þetta er svakalegur leikur en ég held að menn verði að vera rólegri en þeir voru á móti KR allavegana ef ég tala frá minni reynslu þá var ég allt of æstur.“

Hilmar Geir Eiðsson:

,,Við fengum eitt stig, þrátt fyrir að geta lítið, furðulegur meistarabragur á liði sem á samkvæmt öllum pottþétt að falla.“

,,Geðveikin er rétt að byrja…“

Guðjón Pétur Lýðsson:

,, Bara ljúft að vera búnir að klára erfiðasta útivöllinn og spila eins og við gerðum og komast með jafntefli frá þessu. Vorum soldið yfirspenntir en tókum okkur saman og kláruðum þetta á fullu. Við vitum að við spiluðum illa og í næsta leik munum við mæta tilbúnir og sigra.“

,,Við munum mæta og spila eins og við best getum. Ef við erum klárir frá byrjun þá vinnum við FH.“

Hilmar Trausti Arnarsson:

,,Gríðarleg ánægja og liðið sýndi mikinn karakter. Gaman að geta sent áhorfendurna okkar sem voru magnaðir heim með bros á vör.“

,,Það má búst við stríði inni á vellinum og upp í stúku. Ef menn leggja sig ekki 110% fram í þennan leik þá geta menn alveg eins hætt í fótbolta. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í leik sem þessum. Ætla samt að vona að liðið nái að sýna sitt rétta andlit í þessum leik og sýni að við getum meira en bara barist. Ætlum okkur að spila góðan fótbolta og skemmta áhorfendum.“

Hilmar Rafn Emilsson:

,,Þessi leikur sýnir bara karakterinn sem býr í þessu liði. Það er aldrei hægt að afskrifa Haukana. Menn tóku kvöldið í að fagna stiginu en síðan byrjað að undirbúa sig fyrir næsta leik, allir nema Pjási(Pétur Ásbjörn), hann er á æfingu með Lykla-Pétri og félögum núna og er ekkert væntanlegur á næstunni. Úlli var síðan lagður inn á taugaveiklunardeild Landspítalans eftir leik, en hann ætti að vera tilbúinn á sunnudaginn.“

,,Það má búast við baráttu, tæklingum og slagsmálum í bland við austur-evrópskan sambabolta. Við munum selja okkur dýrt í þessum leik og ætlum að sýna að það býr meira í þessu liði en við sýndum á móti KR.“

Við þökkum strákunum fyrir þessi orð og vonum að þetta verði niðurstaðan eins og þeir tala um.

Allir á völlinn – & mætum í RAUÐU