Í vikunni munu 6 yngri flokkar körfuknattleiksdeildar spila í undanúrslitum bikarsins. Þetta er glæsilegur árangur og hvetjum við alla til að mæta og hvetja krakkan til dáða.
Bikarúrslitin munu verða haldin á Ásvöllum helgina 26-27 febrúar og því til mikils að vinna fyrir okkur að vera með sem flest lið í úrslitum.
Leikirnir eru eftirfarandi:
Unglingafl. drengja 16 febr. FSU – Haukar Selfossi kl. 19.15
Drengjaflokkur 17 febr. Haukar – Njarðvík Ásvellir kl. 21.15
Stúlknaflokkur 17 febr. Haukar – KR Ásvellir kl. 19.30
10 flokkur stúlkna 16 febr. Keflavík – Haukar Keflavík kl. 19.00
9 flokkur drengja 19 febr. Haukar – KR Ásvellir kl. 11.30
9 flokkur stúlkna 20 febr. Haukar – Keflavík Ásvellir kl. 18.15
Við eigum fjóra heimaleiki og því er mikilvægt að Haukafólk fjölmenni á Ásvelli og geri sitt besta til að hjálpa krökkunum að komast í úrslitaleikinn.
Með Haukakveðju,
Ívar Ásgrímsson,
Yfirþjálfari kkd. Hauka.