SS-bikarinn 8-liða úrslit á morgun

Á morgun þriðjudag 6. desember spila strákarnir okkar í 8-liða úrslitum SS bikarsins. Þeir fara í heimsókn til HK í Kópavogi og hefst leikurinn kl. 20:00.

HK menn eru alltaf erfiðir heim að sækja svo hér er hægt að lofa hörkurimmu. Strákarnir okkar hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið en á morgun mæta þeir fílefldir til leiks og ætla sér ekkert annað en sigur.

Mætum öll og styðjum strákana okkar til sigurs. Áfram Haukar.