Sport.is spáir Haukum Íslandsmeistaratitlinum

Sport.is hefur á síðustu dögum birt spá sín fyrir N1-deild karla og verið með ítarlega umfjöllun um hvert lið í deildinni og viðtal við þjálfara liðana.

Sport.is spáði Haukum Íslandsmeistaratitlinum í ár, en þú getur skoðað ítarlegt viðtal við Aron Kristjánsson Hér.

En í viðtalinu talar Aron til að mynda um væntingar hans í Meistaradeildinni „ Það verður viss kúnst að ná að halda dampi bæði í deild og Meistaradeildinni. Það verður spennandi verkefni fyrir okkur að klára það. Það hefur ekkert lið gert það Íslandi í langan tíma.“ 

„Við förum í alla heimaleik í Meistaradeildinni til að vinna þá og það skiptir ekki máli hvað andstæðingurinn heitir. Svo er annað markmið að taka einn útileik.“

Það er greinilegt að Aron er ekki á leiðinni með Hauka í Meistaradeildina bara til að taka þátt. En eins og fyrr hefur verið greint og meira verður skrifað um hér á síðunni eru Haukar með Flensburg, Veszprém og Zaporozhy í riðli.

En eins og fyrr segir, getið þið lesið allt viðtalið við Aron á Sport.is.

Spá Sport.is lítur svona út;

1. Haukar
2. Valur
3.  HK
4. Fram
5. Stjarnan
6. FH
7-8. Víkingur
7-8. Akureyri