Kvennalið Hauka hafa ákveðið að styrkja sig fyrir slaginn í IE-deildinni og hafa ráðið til sín erlendan leikmann. Leikmaður þessi er öllum hnútum kunnugur í deildinni en þetta er fyrrum leikmaður Fjölnis Slavica Dimovska.
Mynd: Slavica Dimovska fyrrum leikmaður Fjölnis er gengin í raðir Hauka – Jón Björn Ólafsson
Slavica kemur frá Makedóníu og hefur verið fastamaður í landsliði þeirra. Hún spilaði fjóra leiki með Makedónum í B deild Evrópukeppninnar nú í september og gerði í þeim 11,3 stig að meðaltali var með 4,5 fráköst og 2,5 stoðsendingar. Hún leiðir lista í stolnum boltum og er í 6. sæti yfir bestu þriggjastiga nýtinguna.
Þessi 23 ára bakvörður fór hreinlega á kostum í Iceland Express deildinni á síðustu leiktíð og skoraði Slavica 24,1 stig að meðaltali, var með 7,3 fráköst og gaf 4,3 stoðsendingar