Haukar hafa nú skrifað undir samning við Aran Ngapanyal 16 ára gamlan er uppalinn Haukastrák sem hefur leikið með öllum flokkum Hauka í knattspyrnu. Aran er gríðarlega fljótur og flinkur vinstri bakvörður og hefur vakið verðskuldaða athygli hjá yngri flokkum félagsins á undanförnum árum. Aran hefur, í vetur ,verið að banka á dyrnar hjá meistaraflokki félagsins auk þess sem hann hefur æft með U-17 ára landsliði íslands. Haukar eru sannfærðir að framtíð Arans á knattspyrnuvellinum sé björt og er félagið stolt af að hafa nú gengið frá samning við þennan efnilega dreng.