Skráning er hafin í Knattspyrnuakademíu Hauka sem mun fara fram vikuna 26.-30.júní.
Þjóðverjinn Wolfgang Schuch, margreyndur A-licens (hæsta þjálfaragráðan sem þýska knattspyrnusambandið veitir) þjálfari sem starfrækir Knattspyrnuskóla í Evrópu undir eigin nafni, kemur til landsins á vegum Hauka og stýrir Knattspyrnuakademíunni að þessu sinni.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir áhugasama unga knattspyrnuiðkendur að kynnast afreksmannaþjálfun af hæsta gæðaflokki. Haldin verða þrjú námskeið viðkomandi viku:
NÁMSKEIÐ 1 Frá kl. 12:30-14:00 (9-11 ára aldur)
NÁMSKEIÐ 2 Frá kl. 14:00-15:30 (11-13 ára aldur)
NÁMSKEIÐ 3 Frá kl. 15:30-17:00 (13-15 ára aldur)
Aðeins 15 nemendur eru teknir inn á hvert námskeið og því um að gera að skrá sig sem fyrst. Fyrstir komar fyrstir fá! Sendið skráningu á fotbolti@haukar.is og takið fram:
Skráningu á námskeið 1,2 eða 3
nafn nemandans og aldur
nafn forráðamanns
símanúmer sem hægt er að hringa í til að staðfesta skráninguna.
Námskeiðsgjaldið er 6000 kr.