Skráning hafin í Íþróttaskóla Hauka 2007

Nú er loks hægt að skrá sig í Íþróttaskóla Hauka sem hefur starfsemi sína mánudaginn 11. júní og verður í gangi í allt sumar. Skráningarformið er að finna hér á heimasíðu Knattspyrnudeildarinnar undir „Knattspyrnuskóli“ og á aðalsíðu félagsins www.haukar.is, undir „Skráning á íþróttanámskeið.

Á skráningarforminu er hnappurinn „Upplýsingar“ og þar er að finna allar upplýsingar um verð og annað. Athugið að takmarkað af plássum er í boði á hvert námskeið og því ekki úr vegi að skipuleggja allt sumarið og skrá barnið sem fyrst á allar þær vikur sem það vill nýta sér í sumar.