Skráningar í Knattspyrnuskóla Hauka og Landsbankans streyma inn og nú fer hver að verða síðastur að skrá sig eða sína. Aðeins eru pláss fyrir um 60 þáttakendur á hverju námskeiði og aðeins nokkur pláss eftir á fyrstu námskeiðin.
Fyrsta námskeiðið hefst á mánudaginn nk. þann 12.júní, en allar nánari upplýsingar um skólann er að finna undir fyrirsögninni „Knattspyrnuskóli“ hér fyrir ofan.