Skjern, lið Haukamannanna Arons Kristjánssonar og Vignis Svavarssonar, er þessa dagana á Íslandi. Liðið hefur verið við æfingar á Laugarvatni og munu enda ferðina með því að spila æfingaleik við meistaraflokk Hauka á föstudag klukkan 19:30 á Ásvöllum. Mætum öll og sjáum hvernig liðið okkar kemur undan sumri og sjáum okkar stráka í Danaveldi spila og þjálfa.