Skákdeild Hauka stóð sig með eindæmum vel á Íslandsmóti skákfélaga sem lauk nú um helgina.
A-liðið lenti í 3. sæti, og fékk þar með bronsverðlaun og vann sér inn þáttökurétt í Evrópukeppni Skákfélaga í Haust.
B-liðið lenti í 2 sæti í 3. deild, með og vann sér þar með rétt til að keppa í 2. deild að ári.
C-liðið lenti síðan í 2. sæti í 4 deild og vann sér inn rétt til að keppa í 3. deild að ári. Þess ber að geta að C-liðið tapaði ekki leik og vann meðal annars viðureignina við liði sem að lenti í efsta sæti.
D-liðið lenti svo í 9.. sæti og var eiginlega alltaf með í toppbaráttunni.
E-liðið með unglingana ofl. lenti svo í 27. sæti.
F-liðið með krakkana okkar, sem að fengu sína eldskírn í þessu móti, lentu svo í 29. sæti.
Þetta er í fyrsta sinn sem að Skákdeild Hauka sendir eina eingöngu barnasveit.
Skákdeild Hauka hefur farið upp um deild, eða orðið Deildarmeistarar á hverju ári, með eitt eða fleiri lið frá stofnun að undaskildu fyrsta árinu.
Til hamingju Haukamenn með frábæran árangur.