Næstsíðasta æfing ársins fór fram í gærkveldi. Mætingin var ekki eins góð og síðast, en 10 manns létu sjá sig. Þar á meðal voru tveir Bandaríkjamenn af vellinum, þeir Dayne Nix og Elvin Bitterman. Alltaf gaman að sjá ný andlit.:)
Varði byrjaði af krafti og vann hverja skákina á fætur annarri. Hann missti svo niður 2,5 vinning á stuttum tíma um miðbik mótsins, en hafði þetta á lokasprettinum eftir harða baráttu við þá Sverri Þorgeirsson og Pál Sigurðsson. Lokastaðan varð eftirfarandi:
1. Þorvarður Fannar 15,5 af 18.
2. Sverrir Þorgeirsson 14,5
3. Páll Sigurðsson 14
4. Auðbergur formaður 10
5-6. Elvin Bitterman 9,5
5-6. Stefán Pétursson 9,5
7. Kristján Ari Sigurðsson 6
8. Sverrir Gunnarsson 5,5
9. Geir Guðbrandsson 3
10. Dayne Nix 2,5
Bandaríkjamennirnir eru að mínu mati talsvert betri en vinningatala þeirra segir til um, en þeir voru oftar en ekki í vandræðum með tímann.
Þá var komið að léttu tvískákmóti. Öll liðin unnu eina skák og töpuðu einni. Þeir Auðbergur og Kristján komu þó með einhver rök fyrir því að hafa unnið mótið. Við hinir skyldum þá ekki alveg, en leyfum þeim þó að njóta vafans. 🙂
1. Aui og Kristján 1v. af 2.
2-3. Sverrir (yngri og eldri) 1v. af 2
2-3. Geir og Varði 1v. af 2.
Að lokum vil ég vekja athygli á því að næsta skákæfing fer fram að viku liðinni, þriðjudaginn 27.des. Við Haukamenn ætlum okkur stóra hluti á næsta ári og gefst því enginn tími til að slaka á! 🙂
Einnig vildu þeir Dayne og Elvin koma á framfæri hraðskákmóti sem haldið verður í Reykjanesbæ miðvikudaginn 28.des kl.20. Sjálfur hef ég hug á því að vera með og það væri ekki síður gaman fyrir þá en okkur ef við Haukamenn myndum fjölmenna.
Annars vil ég nota tækifærið og óska ykkur öllum gleðilegra jóla!
Kveðja, Varði.