Sverrir Þorgeirsson er í fantaformi þessa dagana og í gærkveldi sigraði hann á nokkuð sterkri Haukaæfingu. Sverrir hlaut 10 vinninga úr 11 skákum og tapaði einungis gegn Heimi. Lokastaðan varð annars eftirfarandi:
1. Sverrir Þorgeirsson 10v. af 11
2-3. Sverrir Örn Björnsson 9
2-3. Þorvarður F. Ólafsson 9
4. Heimir Ásgeirsson 8
5. Auðbergur Magnússon 7
6-7. Marteinn Þór Harðarson 6
6-7. Páll Sigurðsson 6
8. Gísli Hrafnkelsson 5
9. Geir Guðbrandsson 3
10. Sverrir Gunnarsson 2
11-12. Rúnar Jónsson 1
11-12. Ragnar Árnason 1
Þá var komið að liðakeppninni og voru liðin þannig skipuð:
Lið A: Varði, Palli, Marteinn.
Lið B: Heimir, Aui, Gísli.
Eins og svo oft áður var þetta hnífjöfn viðureign og endaði hún með sigri B-liðsins 9,5 – 8,5.