Þann 4. júní kl. 10:00-12:00, fer fram á Ásvöllum handknattleikur í tilefni af Sjóvá deginum.
Þátttakendur eru FH og Haukar enda er Sjóvá styrktaraðili yngriflokkastarfs í báðum félögunum.
Milli kl. 10:00 og 11:00 leika 7. fl. karla og kvenna. Krakkar fæddir 1996 og 1995.
Milli kl. 11:00 og 12:00 leika 6. fl. karla og kvenna. Krakkar fæddir 1994 og 1993
Þátttakendur fá afhentar viðurkenningar fyrir þátttökuna á sviði framan við þjóðkirkjuna niður í bæ kl. 13:00.
Unglingaráð Hauka