Sigurbergur Sveinsson verður áfram í herbúðum Hauka. Þýska stórliðið SG Flensburg Handewitt mun áfram fylgjast með leikmanninum og því ekki loku fyrir það skotið að af flutningi Sigurbergs í raðir þeirra verði að veruleika síðar. Engar viðræður áttu sér stað á milli liðanna um mögulega þess að Sigurbergur yrði leystur undan samningi. Sigurbergur verður því á fullu með Haukaliðinu í baráttunni um þá titla sem enn eru í boði. Framundan eru erfiðir deildarleikir, undanúrslitaleikur í bikar gegn HK á heimavelli og Evrópuleikir gegn spænska liðinu Naturhouse La Rioja. Fyrst er það þó Eiðsmótið sem fer fram næstu helgi og nánar verður fjallað um á Haukasíðunni síðar í dag.