Haukastelpur hófu leiktíðina í kvöld með sigri á Íslandsmeisturum Keflavíkur. Liði Hauka var spáð um miðja deild á meðan Keflavík var spáð sigri í deildinni í vetur.
Þetta var hörkuleikur þar sem aðeins fimm stig skildu að liðin í leikslok 60-65. Haukar leiddu þó mest allan leikinn og var sigur þeirra verðskuldaður.
Þar með hafa Haukar gefið tóninn fyrir tímabilið og blásið á allar spár um að liðið muni enda um miðja deild.
Stigahæst hjá Haukum var Kristrún Sigurjónsdóttir með 23 stig og Slavica Dimovska skoraði 21 stig.
Næsti leikur liðsins er á sunnudag gegn Val og fer hann fram í Vodafone-höllinni og hefst kl. 18.00.
Mynd: Kristrún Sigurjónsdóttir fór fyrir liði Hauka í kvöld – stefan@haukar.is