Það var boðið upp á sannkallaða handboltaveislu á Ásvöllum í dag þegar bæði kvenna og karlalið Hauka spiluðu í N1-deildinni.
Kvennaliðið varð að sætta sig við þriggja marka tap gegn Fram 27-24 en karlaliðið bjargaði deginum og gott betur en það og sigraði FH 29-26.
Í kvennaleiknum byrjaði Haukar betur og var liðið með leikinn í hendi sér lungan úr fyrri hálfleiknum. En uppúr miðjum fyrri hálfleiknum jöfnuðu Framarar metin og komust yfir og héldu því til loka leiks. En staðan í hálfleik var 15-13 Fram í vil. Í seinni hálfleik misstu Haukar lið Fram heldur langt fram úr sér en þegar tvær mínútur eftir náðu Haukar hinsvegar að minnka muninn í eitt mark en það dugði ekki til og Framarar kláruðu leikinn að lokum. Þriggja marka sigur Framarar staðreynd.
Í marki Hauka var Heiða Ingólfsdóttir í landsliðsklassa og varði 23 bolta. Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Ramune Pekarskyte voru langatkvæðamestar í liði Hauka með 8 mörk hvor.
Í karlaleiknum byrjuðu gestirnir úr Kaplakrikanum mun betur og komust í 4-1 á fyrstu mínútunum og héldu þeir því forskoti út fyrri hálfleikinn og voru með fjögurra marka forystu í hálfleik 15-11. En í upphafi seinni hálfleiks snéru Haukar hinsvegar leiknum sér í hag og náðu að jafna metin á skömmum tíma og gott betur en það og komust þeir yfir.
Jafnt og þétt juku Haukar forskot sitt í leiknum og með góðri vörn og markvörslu í takt við það áttu FH-ingar engin svör eins og fyrri daginn. Lokatölur í leiknum 29-26 Haukum í vil í þessum ‘Derby-slag’. Björgvin Hólmgeirsson var frábær í liði Hauka ásamt Frey og Sigurbergi en þeir þrír voru markahæstu leikmenn liðsins. Björgvin og Freyr með 8 mörk hvor og Sigurbergur 7. Birkir Ívar varði síðan 15 skot í markinu.
Næsti leikur Hauka í N1-deild kvenna er á móti Stjörnunni í Mýrinni, laugardaginn 14.nóvember klukkan 13:00.
Næsti leikur Hauka í N1-deild karla er ekki fyrr en 22.nóvember þegar liðið tekur á móti Gróttu.
Hinsvegar mun liðið spila tvo Evrópuleiki á Ásvöllum næstu helgi gegn ungverskaliðinu Pler en báðir leikirnir verða leiknir hér á landi.