Sigur í fyrsta leik

Jón Þorbjörn í leiknum í gegn Víkingi. Mynd: Eva Björk

Jón Þorbjörn í leiknum í gegn Víkingi. Mynd: Eva Björk

Meistaraflokkur karla í handbolta lék í gær sinn fyrsta leik í Olís deildinni þetta tímabilið. Mótherjinn í gær voru Víkingar á þeirra heimavelli en Víkingur er nýliði í deildinni og var þetta þeirra fyrsti leikur í efstu deild í sex ár.

Haukamenn byrjuðu leikinn að krafti og voru staðráðnir í það að bæta upp fyrir tapið gegn ÍBV í meistarakeppni HSÍ og voru Haukamenn yfir 6 – 1 þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Þá tóku Víkingar við sér og minnkuðu muninn í eitt mark þegar um 24 mínútur voru liðnar af hálfleiknum en Haukamenn enduðu hálfleikinn vel og voru yfir 14 – 8 í hálleik.

Seinni hálfleikur var svo í rauninni bara formsatriði fyrir sterka Haukamenn og alltaf þegar Víkingar virtust ætla að nálgast þá gáfu Haukarstrákarnir bara meira í og enduðu á því að vinna sannfærandi og flottan 9 marka sigur 28 – 19.

Atkvæðamestir Haukamanna í leiknum voru Janus Daði með 8 mörk en næstur á eftir honum var Einar Pétur með 6 mörk. Í markinu var Giedrius með 35% markvörslu og svo kom Grétar flottur inn í markið undir lok leiks og varð 67% þeirra skota sem komu á markið.

Flottur sigur staðreynd en liðið spilaði án Adams Hauks í leiknum en hann hvíldi í leiknum til þess að vera tilbúinn í Evrópuleikina um helgina en liðið er nú lagt af stað til Ítalíu til þess að spila tvo leiki gegn ítölsku meisturunum í SSV Bozen Loacker.

Næsti leikur Haukamanna í deildinni er gegn Val fimmtudaginn 17. september í Vodafonehöllinni kl. 19.30 en þess má geta að stelpurnar spila sinn fyrsta leik í Olís deildinni á laugardaginn, 12. september, þegar Selfoss stúlkur koma í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 16:00 og því um að gera fyrir Haukafólk að fjölmenna og styðja stelpurnar til sigurs. Áfram Haukar!