Sigur hjá stelpunum, tap hjá strákunum

HaukarBæði karla og kvennalið Hauka í handbolta voru í eldlínunni í gærdag. Strákarnir léku í Úkraínu gegn HC Motor í evrópukeppninni og fór svo að okkar menn biðu lægri hlut 20-25. Seinni leikur liðanna fer fram í dag og fer hann sem kunnugt er einnig fram ytra þar sem að Haukar seldu heimaleikjarétt sinn.

Stelpurnar okkar unnu hins vegar eins marks sigur á Gróttu í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í gær, lokatölur urðu 21-20. Vonast heimasíðan til að geta sagt nánar frá leiknum á morgun.