Sigur á Ragnarsmótinu

Giedrius MorkunasMeistaraflokkur karla í handbolta eru á fullu í undirbúningi síum fyrir nýtt tímabil sem hefst leik í meisarakeppni HSÍ föstudaginn 4. september. En liðið hefur ný lokið keppni á hinu árlega Ragnarsmóti á Selfossi en leikið var í því í liðinni viku en þar mættu Haukamenn auk heimamönnum í Selfoss liðum Fram og Vals.

Mótið hófst með leik á móti Selfoss þar sem Haukar fóru með þægilegan 30 – 23 sigur eftir að hafa verið 16 – 13 yfir í hálfleik og var Adam Haukur markahæstur Haukamanna með 7 mörk.

Næsti mótherji Hauka í mótinu voru Valsmenn. Eftir jafna byrjun í leiknum þá tóku Valsmenn sig til og skorðu 8 mörk í röð um miðbik fyrri hálfleiks og leiddu þeir svo í hálfleik 16 – 10. Í seinni hálfleik bættu Haukamenn sinn leik og minnkuðu muninn hægt og bítandi og náðu svo að landa dramtískum eins marks sigri með sigurmarki frá Tjörva þegar um 10 sekúndur voru til leiksloka. Tjörvi, Elías Már og Matthías Árni voru atkvæðamestir Haukamanna í leiknum með 5 mörk hver.

Í síðasta leik mótsins mættu Haukamenn Frömmurum en annan leikinn í röð náðu Haukar að skora sigurmark á síðustu mínútu leikins og innbyrða sigur 26 – 25 eftir spennandi leik.

Eftir þrjá sigra í þremur leikjum stóðu Haukastrákar upp sem sigurvegarar á mótinu og hefja því undirbúninginn fyrir tímabilið vel en eftir mótið var Janus Daði svo valinn besti maður mótins.

Það má því með sanni segja að Haukstákarnir byrji undirbúninginn vel en þess má geta að Haukar léku í mótinu án Heimis Óla, Jóns Þorbjarnar, Þrastar sem voru allir ekki með vegna meisla en Heimir er að jafna sig eftir aðgerð á öxl en Jón Þorbjörn og Þröstur eiga við smávegis meiðsl að stríða.

Auk þess var Grétar Ari ekki með en hann er nýkominn úr frægðarför frá Rússalandi þar sem hann ásamt samherjum sínum í U19 ára landsliði Íslands unnu til bronsverðlauna á Heimsmeistaramóti U19 landsliða. Grétar stóð sig þar með prýði og var honum hrósað í hástert fyrir sína frammistöðu.

Næsta verkefni Haukamanna í undirbúningnum er Hafnarfjarðarmótið sem spilað verður frá næsta fimmtudag til laugardags í Strandgötu. En leikir Hauka í mótinu eru sem hér segir, Haukar – ÍR á fimmtudag kl. 18:00, Haukar – ÍBV á föstudag kl. 18:00 og svo Haukar – FH á laugardag kl. 16:00. Þannig að það er um að gera fyrir Haukafólk að mæta og sjá Haukastrákana í undirbúningi sínum fyrir tímabilið.  Áfram Haukar!