Sigur í lokaleik deildarinnar

Haukar

Meistaraflokkur karla lék í gær sinn síðasta leik í Olís-deildinni þetta árið. Leikið var gegn Eyjamönnum í leik sem skipti litlu sem engu öðru máli en bara að spila upp á stoltið vegna þess að bæði lið gátu ekki breytt stöðu sinni í deildinni. Haukar mættu til leiks með nokkuð breytt lið frá því í vetur en Jón Þorbjörn, Elías Már og Adam Haukur voru ekki með ýmist vegna meiðsla eða bara vegna þess að yngri leikmenn fengu tækifærið  í stað þeirra. Það var til þess að tveir leikmenn sem ekki höfðu spilað marga leiki í vetur byrjuðu leiks kvöldsins en það voru þeir Arnar Ingi Guðmundsson í hægra horninu og Grétar Ari Guðjónsson í markinu.

Leikurinn fer þó ekki í sögubækurnar fyrir fegurð en á móti var leikurinn jafn og spennandi allan leikinn en í fyrri hálfleik var ekki meira en 3 marka munur á liðunum og var það undir lok hálfleiksins þegar Haukamenn komust í þessa sögufrægu stöðu 13 – 10. Áður en hálfleiknum lauk náðu Eyjamenn að skora eitt mark og var staðan því í hálfleik 13 – 11.  Haukamenn byrjuðu seinni hálfleikinn að krafti og náðu að skora fyrstu tvö mörk hálfleiksins og komust í 15 – 11 og þar að auki klikkuðu Haukar á fjölmörgum dauðafærum til þess að auka forskotið enn meira en það tókst ekki og náðu Eyjamenn að koma sér inn í leikinn á ný og minnkuðu í 1 mark 16 – 15 en þá bættu Haukamenn aftur í og komust í 19 – 15. Enn og aftur náðu Eyjamenn að komast inn í leikinn á ný og jöfnuðu metin í 21 – 21 þegar að 3 mínútur voru eftir að leiknum en á síðustu mínútunum voru Haukamenn sterkari og náðu þeir að knýja fram eins mark sigur 23 – 22 og Haukamenn því taplausir á heimavelli í deildarkeppninni. Eins og svo oft áður var Sigurbergur markahæstur með 6 mörk og næstur honum var Árni Steinn með 5 mörk. En maður leiksins hjá Haukamönnum var hinn 17 ára gamli markvörður Hauka Grétar Ari Guðjónsson en hann fór á kostum í markinu og varði 18 skot.

 

Þótt að leikurinn hafi ekki verið fagur þá er það sem skiptir máli að Haukar náðu að vinna leikinn og voru því taplausir á heimavelli í deildarkeppninni einnig var það mikilvægt fyrir Patrek þjálfara og aðra Haukamenn að sjá að ungu strákarnir sem fengu tækifærið nýttu það vel og sýndu að þeim er allveg treystandi fyrir stærra hlutverki. Eftir að deildarkeppninni er lokið tekur við úrslitakeppni efstu fjögurra liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og þar mæta Haukamenn nágrönnum okkar úr Hafnarfirði FH og er fyrsti leikurinn næstkomandi þriðjudag í Schenkerhöllinni að Ásvöllum. Nánar um þann leik þegar nær dregur en um að gera fyrri Haukafólk að taka kvöldið frá fyrir alvöru handboltaleik. 

Sigur í lokaleik deildarinnar

Grétar Ari Guðjónsson fór á kostum í markinu í gær og varði alls 18 skot Meistaraflokkur karla lék í gær sinn síðasta leik í Olísdeildinni þetta árið. Leikið var gegn Eyjamönnum í leik sem skipti litlu sem engu máli öðru en bara að spila upp á stoltið þar sem leikurinn gat engin áhrif haft á stöðu liðanna í deildinni. Haukar mættu til leiks með nokkuð breytt lið frá því í vetur en Jón Þorbjörn, Elías Már og Adam Haukur voru ekki með, ýmist vegna meiðsla eða bara vegna þess að yngri leikmenn fengu tækifærið  í þeirra stað. Það var til þess að tveir leikmenn, sem ekki höfðu spilað marga leiki í vetur, voru í byrjunarliðinu en það voru þeir Arnar Ingi Guðmundsson í hægra horninu og Grétar Ari Guðjónsson í markinu.

Leikurinn fer ekki í sögubækurnar fyrir fegurð en á móti var hann jafn og spennandi. Í fyrri hálfleik var ekki meira en 3ja marka munur á liðunum og var það undir lok hálfleiksins þegar Haukamenn komust í hina sögufrægu stöðu, 13 – 10. Áður en hálfleiknum lauk náðu Eyjamenn að skora eitt mark og var staðan því í hálfleik 13 – 11. Haukamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að skora fyrstu tvö mörkin og komust í 15 – 11 og hefðu getað aukið forskotið enn meira en fjölmörg dauðafæri fóru í vaskinn og náðu Eyjamenn að koma sér inn í leikinn á ný og minnka muninn í 1 mark 16 – 15. Þá bættu Haukamenn aftur í og komust í 19 – 15 en Eyjamenn neituðu að gefast upp og jöfnuðu metin í 21 – 21 þegar að 3 mínútur voru eftir að leiknum. Síðustu mínúturnar voru mjög spennandi en Haukamenn reyndust sterkari og náðu að knýja fram eins marks sigur 23 – 22. Þessi niðurstaða þýddi það að Haukamenn kláruðu deildina án þess að tapa á heimavelli. Eins og svo oft áður var Sigurbergur markahæstur, með 6 mörk, og næstur honum var Árni Steinn með 5 mörk. Maður leiksins hjá Haukamönnum var hinn 17 ára gamli markvörður Grétar Ari Guðjónsson en hann fór á kostum í markinu og varði alls 18 skot.

Eins og áður sagði skipti leikurinn engu máli fyrir bæði liðin upp á lokastöðuna en það sem skipti máli var að Haukar náðu að vinna leikinn og klára tímabilið með stæl. Einni var það mikilvægt fyrir Patrek þjálfara, og aðra Haukamenn, að sjá að ungu strákarnir, sem fengu tækifærið, nýttu það vel og sýndu að þeim er alveg treystandi fyrir stærra hlutverki.
Nú eftir að deildarkeppninni er lokið tekur við úrslitakeppni 4ja efstu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og þar mæta Haukamenn nágrönnum sínum úr FH og er fyrsti leikurinn næstkomandi þriðjudag, 22. apríl,  í Schenkerhöllinni að Ásvöllum. Nánar um þann leik þegar nær dregur en um að gera fyrir Haukafólk að taka kvöldið frá fyrir alvöru handboltaleik. 

Áfram Haukar!