Haukastelpur unnu góðan sigur á Hamri í kvöld 73-79 í Hveragerði. Var þetta 13. sigur Hauka í vetur í Iceland Express-deild kvenna en þær sitja á toppi deildarinnar með 26 stig.
Nú verður deildinni skipt í tvo riðla. Fjögur efstu liðin fara í A-riðil og neðri fjögur í B-riðil. Liðin taka öll stig með sér.
Haukar fara með 26 stig áfram í riðlakeppnina.
Stigahæst hjá Haukum í kvöld var Slavica Dimovska með 33 stig en næst henni var nýr leikmaður Hauka hún Monika Knight með 13 stig og Kristrún Sigurjónsdóttir með 11 stig.
Mynd: Haukastelpur eru á flugu í deildinni – stefan@haukar.is