Það má með sanni segja að Hafnarfjöðurinn sé rauður þessa dagana eftir að meistaraflokkur karla í handbolta unnu Hafnarfjarðarslaginn gegn FH á fimmtudag 25 – 20 eftir að hafa verið undir í hálfleik 12-11. Leikurinn var leikinn í Schenkerhöll okkar Haukamanna fyrir framan fjöldann allan af áhorfendum auk heiðursgesta frá Olís og DB Schenker en við sama tækifæri var endurritaður samstarfssamningur við DB Schenker um að heimavöllur Hauka beri áfram nafn DB Schenker.
Gestirnir byrjuðu leikinn betur og voru yfir mest allan fyrri hálfleik og þegar að 10 mínútur voru eftir að hálfleiknum voru þeir yfir 12 – 7 en þá tóku Haukar við sér og náðu að minnka muninn í 12 – 11 áður en hálfleiksflautan gall. FH byrjaði á að hafa frumkvæðið í byrjun seinni hálfleiks en þegar um 10 mínútur voru búnar af hálfleiknum þá komust Haukar yfir og eftir það var ekki aftur snúið og lönduðu Haukar að loknum góðum sigri 25 – 20.
Í liði Hauka átti Sigurbergur stórleik og skoraði 12 mörk einnig var Giedrius flottan leik í markinu og varði 19 skot, Jón Þorbjörn var líka flottur á línunni og skoraði 6 mörk. Annars var allt Haukaliðið gott í þessum leik og spiluðu sterka vörn ásamt flottum sóknarleik.
Búið er að breyta leiktímanum á næsta leik Hauka en leikurinn er á miðvikudag kl. 18:00 í Safamýri en leikurinn var færður vegna þess að Haukaliðið er að fara til Portúgals um næstu helgi þar sem liðið leikur liðið við SL. Benfica en nánar um þá leiki þegar að nær dregur.