Sigur í fyrsta leik Ungmennaliðsins

Í gærkvöld fór fram fyrsti leikur ungmennaliðs okkar Haukafólks. Það var vel við hæfi að þessi fyrsti leikur liðsins væri á heimavelli en lið Selfosss kom í heimsókn.
Okkar strákar byrjuðu mun betur og komust fljótlega í 7-4 þegar 9 mínútur voru liðnar af leiknum. Þá tók þjálfari Selfyssinga leikhlé og það virkaði, að minnsta kosti um stund, og gestirnir jöfnuðu 7-7. En þá kom aftur góður kafli hjá okkar strákum og þeir komust í 10-7.
Í síðari hálfleik hélt veislan áfram hjá okkar strákum. Þeir spiluðu mjög vel og Aron Eðvarðsson, markmaður liðsins, átti stórleik. Fljótlega var munurinn orðinn 8 mörk. Eitthvað fóru þá okkar strákar að slaka á og strákarnir frá Selfossi náðu að minnka muninn í tvö mörk. Mikill hiti var kominn í leikinn og leikmenn orðnir mjög æstir. Strákarnir okkar náðu að halda þriggja marka forystu og sigruðu þennan fyrsta leik Hauka U 28-25.
Miðað við spilamennsku liðsins í gær er ljóst að þessir strákar geta vel látið finna fyrir sér í 1.deildinni í vetur.