Haukar unnu sannfærandi sigur á Keflavík, 5 – 0, í fyrsta leik sínum í 1. deildinni á þessu ári.
Sigur liðsins var mjög öruggur eins og lokatölur leiksins sýna og koma stelpurnar ágætlega undan vetri. Staðan í hálfleik var 3 – 0 fyrir Hauka, með tveim mörkum frá Hildigunni og einu frá Kristínu. Stelpurnar voru ekki neitt að slaka á í síðari hálfleik og juku við forystuna með tveim mörkum frá Huldu. Sigurinn hefði hæglega getað orðið stærri en stelpurnar léku allar mjög vel og verður spennandi að fylgjast með þeim í framhaldinu.
Þetta var fyrsti leikurinn hjá nýjum þjálfurum og er óhætt að segja að þeir hafa byrjað vel með stelpurnar.
Næsti leikur hjá stelpunum er á laugardaginn við Bí/Bolungarvík á útivelli.