Fyrsti æfingaleikur Hauka á þessu undirbúningstímabili fór fram í Kórnum í Kópavogi í morgun. Haukar mættu þar 2.deildarliði HK og fór með sigur af hólmi 3-2.
Þrátt fyrir að aðeins eitt mark hafi skilið liðin af, voru Haukar þó með þónokkra yfirburði í leiknum en það eru þó mörkin sem telja.
Það var Aron Smárason sem tryggði Haukum sigur undir lok leiksins úr vítaspyrnu eftir að brotið hafi verið á honum sjálfum.
Magnús Páll Gunnarsson nýjasti leikmaður Hauka opnaði markareikning sinn fyrir Hauka strax á 1.mínútu leiksins. HK-ingar jöfnuðu síðan metin áður en Enok Eiðsson kom Haukum aftur yfir í fyrri hálfleik.
HK-ingar gáfust ekki upp og jöfnuðu metin í annað sinn í leiknum en það var síðan eins og fyrr segir, Aron Smárason sem tryggði Haukum sigurinn í leiknum með marki úr víti.
Als léku 23 leikmenn Hauka leikinn í dag, þó einungis 11 inn á í einu hverju sinni og þrátt fyrir það voru nokkrir leikmenn fjarri góðu gamni vegna meiðsla.