Eftir æsispennandi sigur Haukadrengja á toppliði 1. deildar, ÍBV, í 16-liða úrslitum Eimskipsbikarsins liggur fyrir að þeir mæta bræðrum okkar í Val að Hlíðarenda í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar.
En næsti leikur fer fram sunnudaginn 20. nóvember að Ásvöllum en þá taka Haukamenn á móti góðvinum okkar úr HK.
HK menn eiga harma að hefna síðan úr 1. umferð þar sem Nemanja Malovic fór gjörsamlega á kostum og skoraði urmul af mörkum í öllum regnbogans litum og Haukar uppskáru öruggan 5 marka sigur og það á heimavelli HK.
Leikurinn hefst klukkan 15:45 og verður sýnt frá honum beint á RÚV. Útsendingin hefst klukkan 15:30.
En við Haukamenn höfum ekki áhuga á útsendingunni, því við ætlum að fjölmenna á völlinn og hvetja okkar menn til sigurs!
Áfram Haukar!