Sigur á ungu liði Snæfells

Meistaraflokkur kvenna skellti sér í ferðalag í dag þegar þær skruppu á Snæfellsnesið og mættu þar botnliði Snæfells. Stelpurnar hafa verið á mikilli siglingu og sitja á toppi Iceland Expressdeildarinar með 16 stig fyrir leikinn í dag en stelpurnar hafa aðeins tapað einum leik í deildinni í vetur.

Stelpurnar sigruðu Snæfell 56-81. Með sigrinum í dag komust stelpurnar í 18 stig eftir 10 leiki.

Mynd : Rannveig Ólafsdóttir Lék sinn fyrsta leik í vetur með Haukum eftir langvarandi meiðsli. – Mynd Arnar Freyr Magnússon

 

Stelpurnar byrjuðu leikinn rólega en eitthvað virtist ferðalagið sitja í þeim í byrjun leiks og staðan eftir fyrsta leikhluta var 15-19 Haukum í vil. Annar leikhluti var eign Haukastúlkna en þær hrukku í gang og komust í góða forystu en í hálfleik var staðan 26-42. Eftir hálfleik héldu Haukastúlkur uppteknum hætti og bættu í ef eitthvað var. Í 4. leikhluta gat Yngvi leyft sér að leyfa yngri leikmönnum að spila eins og Rannveigu Ólafsdóttur og Margréti Rós Hálfdanardóttur. En 4. leikhluti var skemmtilegasti kaflinn þar sem liðin skildu nánast jöfn eða 19-20 og glæstur sig að baki 56-81.

Atkvæðamestar hjá Haukum : Kristrún Sigurjónsdóttir 24 stig 4 fráköst 6 stoðsendingar, Slavica Dimovska 18 stig 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10 stig og 7 fráköst.  

Tveir nýliðar voru í hópnum í dag en báðar hafa verið frá vegana langvarandi meiðsla en hafa náð sér af þeim. en þetta voru Kristín Fjóla Reynisdóttir og Rannveig Ólafsdóttir. En þær stúlkur stóðu sig frábærlega í leiknum í dag. En við þetta fækkar þeim á meiðslalistanum en fyrir eru þær Bára Fanney Hálfdanardóttir og Klara Guðmundsdóttir eru báðar en þá meiddar og væntanlegar eftir áramót. 

En fjarverandi í dag voru Helena Brynja Hólm og María Lind Sigurðardóttir en þær lága heima með Flensu.

Næsti leikur stúlknanna er næstkomandi fimmtudag í Subwaybikarnum en stelpurnar eiga leik gegn KR-B á Ásvöllum klukkan 19:15.