Meistaraflokkur karla lék fyrsta æfingaleik undirbúningstímabilsins í gærkvöldi þegar tekið var á móti Selfoss í Fífunni. Fór svo að Haukar unnu þæginlegan sigur 7-0 þar sem mikið var um skiptingar hjá báðum liðum og allir fengu að spreyta sig.
Markaskorara Hauka voru: Úlfar 2, Árni 1, Ómar Karl 1, Edilon 1, Vífill 1 og Guðjón 1. Mjög óstaðfestur orðrómur var á kreiki um að nýji leikmaður Hauka, Albert Arason (Abbi), hafi skorað áttunda mark Hauka en það virðist hafa farið fram hjá dómara leiksins, áhorfendum sem og öllum leikmönnum vallarins að Alberti sjálfum undanskildum.
Næsti æfingaleikur Hauka verður gegn ÍA í Fífunni þann 21. janúar klukkan 20:00.