Sigur á KFÍ

Ísfirðingar litu við á Ásvelli á föstudagskvöldið þegar Haukar og KFÍ mættust í sjöttu umferð Domino‘s deildarinnar og höfðu okkar menn betur 73-67. Haukar áttu erfitt uppdráttar og gekk þeim illa að skora í körfu gestanna og var það ekki fyrr en undir lok leiks að allt small í gang.

KFÍ byrjuðu með látum og komust fljótlega í 4-10. Haukar rönkuðu þá við sér og leiddu eftir leikhlutann 20-15. Mestum mun náði Haukaliðið í öðrum leikhluta þegar strákarnir komust 11 stigum yfir, 28-17, og lítið sem benti til þess að leikmenn KFÍ myndu gera atlögu að þessum mun. Annað kom upp á teninginn og munaði ekki nema þremur stigum á liðunum í hálfleik 36-33.

KFÍ komst yfir fljótlega í þriðja leikhluta og hélt forustunni allt þar til ein og hálf mínúta lifði leiks. Haukar hrukku þá í gang og jöfnuðu leikinn og skoruðu á loka kaflanum átta stig gegn tveimur frá KFÍ og unnu leikinn á endanum með sex stigum 73-67.

Terrence Watson var stigahæstur Hauka með 25 stig og 20 fráköst og Kári Jónsson átti flottan leik með 16 stig og 4 stolna bolta.

Tölfræði leiksins
 
Tengdar fréttir:
Haukar hrukku í gang í lokin
Myndasafn eftir Axel Finn
Haukarnir upp í fimmta sætið
KFÍ á botninum áfram án stiga

Sigur á KFÍ

Haukar unnu KFÍ í kvöld í 1. deild karla 91-78 í sveiflukenndum leik.

Haukar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með 25 stigum í hálfleik 49-25. En í þeim seinni var KFÍ sterkari aðilinn og minnkaði muninn í átta stig en nær komust þeir ekki og Haukar unnu með 13 stigum 91-78.

Óskar Ingi Magnússon var sterkastur Haukamanna en hann skoraði 26 stig og var mjög sterkur á lokakaflanum og tók oft af skarið þegar sóknarleikur Hauka var að komast í þrot. Næstur honum kom Sveinn Ómar Sveinsson með 17 stig og 11 fráköst og Kristinn Jónasson var nálægt þrennunni en hann var með 14 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar.

Bjarni Árnason spilaði sinn fyrsta leik fyrir Hauka í kvöld og komst ágætlega frá sínu. En hann er að jafna sig á meiðlsum sem hafa hrjáð hann allt tímabilið. Bjarni gekk til liðs við Hauka fyrir tímabilið frá Þór Akureyri.

Mynd: Óskar Ingi Magnússon í baráttunni við Craig Schoen í kvöld en þeir félagar voru stigahæstir sinna liðastefan@haukar.is