Knattspyrnudeild Hauka og Sigmundur Einar Jónsson hafa skrifað undir samning þess efnis að Sigmundur eða Simmi, eins og hann er jafnan kallaður, verði markmannsþjálfari yngri flokka til næstu tveggja ára.
Simmi hóf störf sem markmannsþjálfari yngri flokka fyrir síðasta tímabil og fagnar stjórn knattspyrnudeildar nýjum samningi þar sem hann hefur eflt þennan þátt í okkar starfi til muna.
Simmi er með KSÍ B/UEFA B gráðu í þjálfun.

Simmi skrifar undir.