Sigurður Þór Einarsson sem hefur spilað og gengt fyrirliðastöðu hjá Horsens IC er genginn í raðir Hauka á ný og mun klára leiktíðina með félaginu
Sigurður lék með Haukum áður en hann fluttist til Danmerkur og er nokkuð ljóst að hann mun vera kærkomin viðbót við Hauka þar sem að óvíst er hvort Sævar Ingi Haraldsson, sem er meiddur, geti beitt sér eitthvað frekar á leiktíðinni.
Sigurður sagði í samtali við Hauka að hann vonist til að getað hjálpað liðinu í baráttunni og að í raun hafi ekki verið spurning um með hverjum hann myndi spila út leiktíðina.
Pétur Ingvarsson, þjálfari, sagði að það væri flott að fá Sigurð aftur í Hauka sérstaklega í ljós þess að Sævar Ingi er meiddur og breidd Haukaliðsins fyrir utan teig ekki jafn mikil og innan hans.