Haukar leika sinn síðasta leik í 1. deild karla í sumar er liðið mætir HK í Kórnum í dag, laugardag, kl. 14:00.
Okkar strákar eru í fimmta sæti deildarinnar með 34 stig og geta tryggt það sæti með sigri en Grindavík er stigi á eftir með 33 stig. HK er í áttunda sæti með 28 stig.
Björgvin Stefánsson er í góðri stöðu að verða markakóngur 1. deildar en hann hefur skorað 20 mörk en Viktor Jónsson í Þrótti er næstur með 18 mörk.
Björgvin, ásamt varnartröllinu Gunnlaugi Fannari Guðmundssyni, fara svo fljótlega til reynslu til Noregs og vonum við að sjálfsögðu að þeir slái í gegn hjá frændum okkar.
En fjölmennum í Kórinn í dag, laugardag, kl. 14.00 og hvetjum strákana til sigurs og tryggjum 5. sætið sem yrði frábær árangur hjá okkar unga og efnilega liði.
Áfram Haukar!