Haukar hafa gengið frá ráðningu við sína erlendu leikmenn fyrir komandi áttök í Iceland Express deild karla. Ljóst var nú fyrr í sumar að Semaj Inge myndi ekki snúa aftur til Hauka en möguleiki var á að hann myndi koma og leika annað tímabil með Hafnarfjarðarliðinu.
Í stað þeirra Semaj Inge og Gerald Robinson munu bakvörðurinn Jovonni Shuler og framherjinn Mike Ringgold leika með liðinu á næsta tímabili.
Jovonni Shuler lék með Savannah State Tigers á síðasta ári og með þeim gerði hann 18.1 stig að meðaltali, tók 5.1 frákast og var með 2 stoðsendingar á lokaárinu sína með liðinu. Jovonni er 24 ára, 193 cm og 83 kíló.
Mike Ringgold lék með Rider Broncos á síðasta ári þar sem hann gegndi stöðu fyrirliða á sínu loka ári. Með Broncos skoraði hann 12.1 stig, tók 5.4 fráköst og gaf 2.5 stoðsendingar á lokaári sínu. Mike er einnig 24 ára, spannar 201 cm og vigtar 98 kíló.

Jovonni Shuler mun leika stöðu leikstjórnanda