Eftir skammastund hefst leikur SG Flensburg-Handewitt og Hauka í Meistaradeild Evrópu en leikið er í Flensburg. Leikur hefst klukkan 20:00 að staðartíma eða 18:00 að íslenskum tíma. Fjöldi Haukamanna eru í stúkunni og fáum við tölur mjög reglulega frá þeim og birtum hér á heimasíðunni.
Strax eftir leikinn mun síðan umfjöllun um leikinn vera skrifuð hér á síðunni, beint frá Flensburg.
Smellið á „lesa meira“ til að sjá hvernig stendur.
Markahæstu menn Hauka: Kári Kristján Kristjánsson 7, Andri Stefan 5, Sigurbergur Sveinsson 5, Freyr Brynjarsson 4, Gunnar Berg Viktorsson 4, Elías Már Halldórsson 2. ( Það vantar tvö mörk )
Leikmenn Hauka fóru samtals 5 sinnum útaf en leikmenn Flensburg einungis 2 sinnum. Rétt rúmlega 6000 manns voru í höllinni.
Gangur leiksins var nokkurnveginn svona:
(Flensburg)2:1(Haukar) (2.mínútur), 4:3 (4.), 6:5 (7.), 6:7 (11.), 8:7 (13.), 9:9 (13.), 9:12 (17.), 12:12 (21.), 13:13 (23.), 18:13 (29.) – 19:15 (31.), 21:18 (35.), 22:19 (37.), 24:19 (39.), 26:20 (43.), 27:24 (46.), 28:25 (48.), 29:26 (52.), 33:27 (57.)
60 mínútur: Leiknum er lokið, með 6 marka sigri Flensburg. 35 – 29. Umfjöllun leikinn er eins og fyrr segir að vænta á síðunni í kvöld.
56 mínútur: Úr stöðunni 29 – 26 hefur Flensburg náð að skora 4 mörk á móti einu og breytt stöðunni í 33 – 27.
51 mínútur: Nú fer að styttast til leiksloka. Staðan er 29 – 26 Flensburg í vil… Koma svo Haukar, áfram!
Minnum fólk á það að leikurinn er í beinni á Eurosport 2 en hann er einnig í beinni á Dubai sports, fyrir þá sem eru það heppnir að vera með sá stöð.
45 mínútur: Haukar hafa náð að minnka muninn í þrjú mörk og staðan orðin 27-24 Flensburg í vil. Gísli Guðmundsson er kominn í markið og byrjar vel.
Fyrir þá sem voru að koma og halda núna (klukkan 18:20) að það séu tuttugu mínútur búnar af leiknum þá skal það leiðréttast nú. Leikurinn hófst klukkan 17.15 á íslenskum tíma og 19.15 á þýskum tíma. Ekki veit ég alveg hver ástæðan er, en hún verður ábyggilega sögð í umfjölluninni í kvöld. Það er semsagt tæplega 20 mínútur EFTIR af leiknum… Og staðan 20-15 fyrir Flensburg.
Við minnum fólk á það, að í kvöld kemur umfjöllun um leikinn frá Steinari Péturssyni, en nýjustu upplýsingarnar eru þær að hann er als ekki sáttur með dómgæsluna.
40 mínútur: 25-20 fyrir Flensburg. Greinilegt að liðið skiptast á að skora mörkin.
32 mínútur: 20-15 fyrir Flensburg. Vonum að strákarnir nái að minnka muninn …
Seinni hálfleikur er hafinn. Og nú erum við komin á réttan tíma þannig, að fréttirnar munu birtast núna á síðuna um leið og fréttir berast að utan.
30 mínútur: Flensburg hafa náð fimm marka forystu og staðan í hálfleik 19-14 eftir að Haukar höfðu verið yfir 14-13. Sex mörk Flensburg-ar í röð því staðreynd.
25 mínútur: Flensburg komnir yfir 14-13, lítið eftir af fyrri hálfleiknum og Flensburg að bæta í…
20 mínútur: 11-12 fyrir Haukum en Haukar eru að spila mjög ve.
15 mínútur: 9-10 fyrir Haukum og leikurinn er afar jafn og spennandi.
10.mínútur: 6-7 fyrir Haukum, vörnin byrjaði ekki nægilega vel en fer batnandi með hverri mínútunni.
Leikurinn hófst fyrr en áætlað var, staðan var jöfn 4-4 eftir nokkrar mínútur, Flensburg var þó ávallt skrefinu á undan. Höllin er nánast troðfull.