Selfoss – Haukar í kvöld kl. 19.30, rúta frá Ásvöllum

Birkir Ívar Guðmundsson hinn leikreyndi markamaður HaukaHaukaliðið í handbolta karla vann góðan 5 marka útisigur síðasta leik. Fín mæting var á leikinn og vel heyrðist í Haukafólki. Strákarnir eru sem stendur í 5. sæti með 16 stig, einu stigi á eftir FH sem er í 4. sæti og tveimur á eftir HK sem vermir 3. sætið.
Næsti leikur er í kvöld á Selfossi kl. 19.30 en það er fyrsti leikur okkar í 3. og síðustu umferð mótsins. Til að auka líkur á sigri þurfum við að fá góða mætingu á Selfoss og ætlum í því sambandi að bjóða Haukafólki að koma með í leikmannarútunni gegn vægu gjaldi, kr. 1.500 (1.000 fyrir Hauka í horni) fyrir báðar leiðir. Rútan leggur af stað frá Ásvöllum kl. 17.00 í dag, mánudaginn 21. febrúar n.k. 30 sæti laus, fyrstir koma fyrstir fá.
Vinsamlegast bókið sæti með því að senda mér póst á:
sigurjon@haukar.is  eða hringja í 699-0001.

Alls eru leiknir 21 leikur á mótinu þannig að það eru 7 leikir eftir fyrir úrslitakeppnina. Því er nóg eftir af stigum til að tosast upp töfluna
og haldi liðið áfram að spila með sömu útgeislun og karakter og í síðasta leik gegn Fram þá er það víst að Haukar eiga eftir að standa
sig með prýði í lokaumferðinni.
 
Það er stutt síðan að Haukaliðið heimsótti Selfoss heim, 3. feb. sl., og lyktaði þeim leik með jafntefli og alveg klárt að Haukar mega ekki misstíga sig
aftur gegn botnliði Selfoss. Niðurröðun á síðustu 7 leikjunum fer eftir stöðu í deildinni eftir fyrstu 14 leikina.
 
Leikjaniðurröðun má sjá á heimasíðu HSÍ:
http://hsi.is/Motamal/mot_0800001902.htm