Seinni leikur í undanúrslitum – Stjarnan kemur í heimsókn

Úrslitakeppnin í handbolta er að ná hámarki en um þessar mundir eru undanúrslitin í gangi. Leiknir eru 2 leikir og gilda samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur. Á föstudaginn kl. 18:00 leikur meistaraflokkur karla seinni leik sinn í undanúrslitum þegar að Stjarnan kemur í heimsókn en fyrri leikur liðanna lauk með sigri Hauka 28-23. Einvígið er þó langt frá því að vera búið og því um að gera fyrir Haukafólk að fjölmenna og hjálpa stráknunum að tryggja sig inn í úrslitin.

Opnað hefur verið fyrir forskráningu fyrir Hauka í horni og iðkendur handknattleiksdeildar Hauka á leikinn. Til að tryggja sér miða þarf að senda tölvupóst á handbolti@haukar.is fyrir miðnætti á fimmtudag þar sem fram þarf að koma kennitala, nafn og símanúmer. En eftir það verður einungis hægt að nálgast miða í almennri miðasölu.
Almenn miðasala og afhending miða hefst klukkutíma áður (17.00) en flautað verður til leiks. Áhorfendur ganga inn um aðalinngang Ásvalla en við vekjum athygli á því að miðasalan er aðskilin eins og má sjá á myndinni sem og aðskilda innganga fyrir stuðningsfólk liðanna inn í sal.
Haukafólk tryggið ykkur miða í tíma, fjölmennum á leikinn og hvetjum strákana okkar áfram til sigurs. Áfram Haukar!