Haukakonan Sara Björk Gunnarsdóttir var rétt í þessu valin í 18 manna A-landsliðshópinn sem fer til Serbíu næstkomandi mánudag og keppir í undankeppni Evrópumótsins þar sem Ísland á ágæta möguleika á því að fara áfram í úrslitakeppnina. Leikurinn fer fram á miðvikudaginn 28. maí og verður spennandi að sjá hvort Sara Björk haldi sæti sínu í byrjunarliðinu.