Sara Björk á leiðinni í sólina

Sara Björk, leikmaður meistaraflokks kvenna og jafnframt þjálfari 5. og 6. flokks kvenna, hefur verið valin í U19 á landsliðshópinn sem fer í vikuferð þann 10. mars til La Manga á Spáni og tekur þátt í æfingamóti. Á mótinu spilar liðið við Danmörk, Ítalíu og England.

Þetta er frábær árangur hjá Söru Björk sem er fædd 1990, en stelpur fæddar 1988 og yngri eru gjaldgengar í þetta landslið. Við óskum Söru Björk innilega til hamingju með valið.