Sara Björk Gunnarsdóttir leikmaður 2. og meistaraflokks Hauka var valin í 24ja manna æfingarhóp A-landsliðs kvenna sem mun æfa saman næstu helgi.
Þær munu æfa á laugardaginn í Kórnum í Kópavogi klukkan 16:30, síðan á sunnudaginn leika þær æfingaleik við U-19 landslið kvenna upp í Egilshöll klukkan 09:00.
Nokkrir punktar um hópinn:
– Það eru 11 leikmenn af 24 sem koma frá Val.
– Það eru 7 leikmenn af 24 sem koma frá KR.
– Tveir leikmenn koma frá Breiðablik.
– Einn leikmaður kemur svo frá Haukum, Keflavík, Stjörnunni og Þór.