Haukar unnu góðan sigur á Skallagrím í kvöld í 1. deild karla í körfubolta. Lokatölur 65-105 fyrir Hauka og gefa lokatölur vel til greina hvernig leikurinn var.
Sigur Hauka var aldrei í hættu og voru þeir sterkari á öllum sviðum leiksins. Búist var við jafnari leik fyrir kvöldið enda bæði lið á toppi deildarinnar með 16 stig fyrir leik kvöldsins.
En það er ljóst að lið Hauka er geysi öflugt með mikla breidd og tilkoma Landon Quick á aðeins eftir að auka hana. Hann átti fínan leik í kvöld og reyndi mikið að koma sér inn í leik liðsins.
Hann endaði með 24 stig en aðeins tvö þeirra komu í fyrri hálfleik.
Erfitt er að taka einhvern ákveðin út sem besta mann leiksins en liðið var afar jafnt og lögðu allir sitt af mörkum sem komu inná.
Eftir leikinn eru Haukar með 18 stig á toppi deildarinnar ásamt KFÍ en þessi lið mætast einmitt eftir tvær vikur.