Sameiginleg yfirlýsing frá Knattspyrnudeild Hauka og Andra Marteinssyni.

HaukarAndri Marteinsson og Haukar hafa komist að samkomulagi um starfslok Andra sem þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Haukum. Samstarf Andra og Hauka hefur verið afar farsælt og hafa aðilar staðið saman í gegnum súrt og sætt. Stjórn deildarinnar þakkar Andra fyrir frábært starf og óskar honum velfarnaðar í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Á sama hátt þakkar Andri Haukum fyrir frábært samstarf á undanförnum árum enda reynslunni ríkari eftir frábær ár á Ásvöllum. Framtíð Hauka er björt og munu verk Andra lifa í þeim leikmönnum sem hann hefur tekið þátt í að móta um ókomna framtíð.  

Hafnarfirði 9. mars 2011. 
Jón Björn Skúlason, formaður knattspyrnudeildar Hauka
Andri Marteinsson

Í hádeginu í dag verður haldinn blaðamannafundur á Ásvöllum vegna þjálfaramála knattspyrnudeildar félagsins.