Salih Heimir Porca tekinn við mfl. kvenna í knattspyrnu

Salih Heimir Porca hefur tekið við þjálfarun meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Haukum. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í gær en auk meistaraflokks mun hann þjálfa 2.flokk kvenna.

Salih Heimir Porca þekkir vel til á Ásvöllum en hann þjálfaði hér síðasta fyrir tveimur árum en í millitíðinni þjálfaði hann hjá Keflavík. Salih Heimir tekur við liðinu af Guðmundi Magnússyni sem tók við liðinu í fyrra.

Í viðtali við Fótbolti.net sagði Salih Heimir að hann ætlaði sér stóra hluti með liðið og hefur hann þegar hafi viðræður við landsliðskonur um að ganga í raðir félagsins.

,,Ég ætla að reyna að gera allt með þetta Haukalið. Við erum þegar farin að vinna í leikmannamálum og ætlum að styrkja okkur verulega. Við erum að reyna að fá landsliðskonur úr úrvalsdeildinni til okkar. Við ætlum okkur stóra hluti. Ég er í viðræðum við 6-7 leikmenn úr úrvalsdeildinni sem eru á samningum sem eru að renna út.“  segir Salih Heimir meðal annars í viðtalinu á Fótbolti.net sem hægt er að sjá í heild sinni hér.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir félagið og vonandi að fréttir um leikmannamál hjá meistaraflokki fari að skýrast á næstu dögum eða mánuðum.