Súpa dagsins.

HaukarFjöldi fólks mætti í veislusalinn að Ásvöllum í dag og gæddu sér á getraunasúpu sem var matarmikil gúllassúpa að hætti Ása. Valborg og nokkrar stelpur úr kvennafótboltanum aðstoðuðu. Viðurkennigar voru veittar til þeirra sem að sigruðu í undanriðlum og einnig fengu einhverjir verðlaun fyrir „sérstakan“ árangur. Búið er að skipta liðum upp í fjóra riðla og er enn eftir að spila sex umferðir. Staðan í leiknum verður uppfærð hér á heimasíðunni seinna í kvöld. Met sala var hjá okkur og vorum við í fimmta sæti yfir landið með yfir 20000 raðir seldar. Við hjá Hauka-getraunum þökkum fyrir okkur og hlökkum til að sjá ykkur næsta laugardag.

Kveðja frá Hauka-getraunum