Söludagur kkd. Hauka þriðjudaginn 7. okt.

Sala á körfuboltaHaukarbúningum fyrir yngri flokka verður á Ásvöllum þriðjudaginn 7. október milli kl. 17:00 – 19:00

Kknd. Hauka spilar í Errea búningum í ár eins og síðustu ár og hefur verið mikil ánægja með vörur frá þeim og hefur afgreiðsla verið fljót og góð.
Hægt verður að velja keppnisbúninga, máta stærðir, kaupa íþróttafatnað eins og sokka, stuttbuxur, íþróttapeysur, íþróttatöskur og ýmislegt annað.
Auk þess er verið að selja Nike körfuboltaskó á hagstæðu verði.
 
Við viljum hvetja foreldra og iðkendur til að mæta á þennan söludag. Annar söludagur verður svo á föstudaginn 10. okt., fyrir fyrsta leik hjá mfl. karla á móti Grindavík.