Fyrstu umferð í Pepsi-deild karla lauk í gær með fimm leikjum. Leikur leikjanna, var að sjálfsögðu leikur Hauka og KR í Frostaskjólinu. Mikið var skrifað og rætt um þann í fjölmiðlum fyrir leik enda átti þetta að vera leikur á milli kattarinnar og músarinnar.
Sú var reyndar raunin í fyrri hálfleik og voru KR-ingar yfir 2-0 í hálfleik. Haukar mættu hinsvegar með allt annað hugafar til leiks í seinni hálfleik og þegar dómari leiksins sem vonandi á betri daga í sumar flautaði til leiksloka höfðu Haukar skorað tvö mörk í seinni hálfleik en KR ekkert og 2-2 jafntefli því staðreynd.
Til að lesa meira, er hægt að skoða tengla af umfjöllun um leikinn.
Næsti leikur Hauka er gegn FH á heimavelli okkar, Vodafonevellinum. Sá leikur er á sunnudaginn og hefst klukkan 20:00. Forsala er hafinn á Ásvöllum.
Viðtal við Andra Marteinsson, af Fótbolti.net
Viðtal við Þórhall Dan, af Fótbolti.net
Viðtal við Andra Marteinsson, af MBL.is
Viðtal við Þórhall Dan, af Vísi.is
Haukar búnir að bæta árangur sinn frá árinu 1979, af Vísir.is
Helmingurinn spái Haukum sigri gegn KR, af Vísir.is