Markvörður kvennaliðs Hauka, Sólveig Björk Ásmundardóttir, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2016. Sólveig kom til Hauka frá Stjörnunni um mitt ár 2011 og hefur notið sín vel hjá Haukum. Rétt eins og Haukaliðið allt hefur Sólveig verið vaxandi leikmaður síðustu árin og eru miklar væntingar gerðar til hennar á komandi keppnistímabili.
Áfram Haukar!